top of page

UM GOBBIGOBB

Við hjá GobbiGobb erum með námskeið fyrir hressa krakka á öllum aldri á sumrin.

 

Námskeiðin ganga fyrst og fremst út  á að hafa gaman og kynnast sveitinni.
Inntak námskeiðanna er helst leikur og gleði en jafnframt nánd við dýr og náttúruna. Á námskeiðunum skipa hestar stóran sess og við  leggjum mikla áherslu á að krakkarnir öðlist sjálfstraust við að umgangast þá.

Áhersla er lögð á jákvætt og uppbyggjandi andrúmsloft og við mætum krökkunum þar sem þeirra þroski og geta liggur. 

Umsjón með námskeiðunum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir. Hún er menntaður tóm-stundafræðingur og kennari og er með mikla reynslu í því að vinna með börnum í leik og starfi.
 

Á námskeiðunum okkar hafa krakkar jafnt 4ra og 15 ára notið sín í botn og farið heim reynslunni ríkari. 

Í DAGSINS ÖNN

GobbiGobb
Baugsstöðum

Við þjóðveg 33
801 Selfoss

bottom of page